Andlitsmeðferðir

Boðið er upp á ýmsar andlitsmeðferðir, svo sem andlitsbað með steinanuddi, AHA sýrumeðferð, húðhreinsun, herra andlitsbað, sérmeðferðir, ilmolíuandlitsbað og margt fleira. Allar eru þær hágæða meðferðir sem henta þinni húðgerð. Við leggjum áherslu á að þetta verði þín dekurstund í notalegu umhverfi.

Augu

Augnhára/brúna litur. Til að ná fram fallegum augnsvip er góð leið að lita augnhárin og/eða augabrúnirnar. Þegar við litum augnhár og augabrúnir veljum við úr úrvali lita sem við sérblöndum fyrir hvern og einn.

Lash Lift er góður kostur til að sveigja augnhárin og lyfta þeim. Endist í ca. 6 vikur.

Augnmeðferð. Hægt er að velja um uppbyggjandi augnmeðferð sem dregur úr fínum línum í kringum augun eða rakameðferð sem kælir og dregur úr þrota á augnumgjörðinni.

Augnháralengingar

Augnháralengingin er sú meðferð sem er að slá í gegn hjá okkur, þú lengir og þykkir augnhárin og maskarinn verður alveg óþarfur. Bjóðum upp á Novalash Classic og American Volume augnhár sem eru með þeim bestu í heimi.

Háreyðing.

Vax. Að fjarlægja líkamshárin með vaxi er góður kostur til að hægja á endurkomu hársins. Mælt með að koma á ca. 4-6 vikna fresti en auðvitað er það misjafnt eftir hárvextinum.

Varanleg háreyðing. Meðferðin fer eftir grófleika hára og húðgerð, örþunnri nál er stungið ofan í hársekkinn og hleypt af hita. Við það verður efnabreyting sem hefur áhrif á hársekkinn. Meðferðin er árangursrík en getur tekið tíma.

Hendur.

Handsnyrting. Hendur eru lagðar í mýkjandi handabað.  Neglur eru þjalaðar og bónþjalaðar. Þá eru naglabönd snyrt, klippt og nuddaðar með slakandi og endurnærandi nuddi. Í lokin getur viðskiptavinurinn valið um naglalakk að eigin vali. Einnig er hægt að fá lúxusmeðferð sem innifalið er heitt paraffín sem er einstaklega nærandi.

Gervineglur. Boðið er upp á gelnaglaásetningu með litað gel. Endist í ca. 4-6vikur.  Bjóðum einnig upp á gel-lökkun sem virkar eins og lakk en þornar í LED ljósi. Endist ca. 2-3 vikur

Fætur.

Fótsnyrting er meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn. Fæturnir eru baðaðir upp úr mildu sápuvatni. Neglur og naglabönd snyrt, húð og hælar mýktir með kornakremi á mjúkan hátt. Naglalakk fyrir þá sem það vilja og að lokum er yndislegt fótanudd sem er gott fyrir alla fætur.

Líkamsmeðferðir.

Slökunarnudd. Í slökunarnuddi er leitast við að skapa jafnvægi í líkamanum og veita djúpa og áhrifaríka slökun. Nuddið er róandi, slakandi og mýkjandi fyrir húð og vöðva.

Heitsteinanuddið er notaleg meðferð fyrir tilstilli heitra basaltsteina og kalda líparitsteina hefur nuddið djúp, mýkjandi, slakandi, afeitrandi og vatnslosandi áhrif. Nuddið dregur úr vöðvaverkjum, örvar efnaskipti líkamans og slakar á vefjum.  Ein stroka með stein er eins og fimm venjulegar strokur.

Brúnkumeðferð.

Við bjóðum upp á brúnkusprautun fyrir öll tækifæri – tilvalið að fara t.d áður en haldið er til útlanda

Fyrir meðferð

Skrúbbaðu og notaðu rakakrem 24 tímum áður en þú mætir í  brúnkumeðferð, leggðu sérstaka áherslu á olnboga, hné, ökkla og vandamálasvæði.

Vaxaðu eða rakaðu að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir meðferð. Þetta gefur svitaholunum tíma til að lokast. Doppur í svitaholum geta birst ef þessu er ekki fylgt eftir.

Ekki nota rakakrem, ilmvatn, svitalyktareyði eða farða áður en þú kemur í brúnkumeðferð.

Eftirmeðferð

Vertu í víðum og þæginlegum fötum. Þröng föt eða nærföt geta skilið eftir sig far.

Við mælum með að leyfa brúnkunni að byggjast upp og dökkna í 4 til 6 klukkutíma. Þá er farið í létta sturtu í 45 sek undir volgu vatni. Mælst er með að nota ekki sturtugel,skrúbb,sjampó fyrstu 24 klst eftir meðferðina.

Því lengur sem brúnkan er látin liggja á, því dekkri verður brúnkan  (ekki lengur en 8 klukkustundir).

Dampið léttilega með handklæðinu þegar þú ert búin í sturtu. Gott er að nota rakakrem næstu daga,það tryggir að brúnkan endist lengur og haldist jöfn á.

Forðastu að svitna eða synda fyrsta sólarhringinn eftir brúnku meðferðina.

Förðun.

Bjóðum upp á farðanir fyrir öll tækifæri s.s dagförðun, kvöldförðun, brúðarförðun, létta fermingarförðun.

Hafa samband

Vinsamlega sendur okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0