Lúxusdekurpakki

kr.43.900

Andlitsbað ásamt litun og plokkun/vaxi, lúxushandsnyrting og fótsnyrting með lökkun.
Andlitsmeðferðin byrjar á góðri yfirborðshreinsun húðar því næst er djúphreinsun og hitun húðar, kreistun ef þess þarf, 20 mín nudd á herðar, háls og andlit. Í lokin er viðeigandi maski borin á húðina. Í meðferðinni eru notaðar snyrtivörur sem henta hverri húðgerð fyrir sig.
Augnhár og augabrúnir mótaðar og litaðar ásamt plokkun/vaxi
Í lúxus handsnyrtingu eru neglur og naglabönd mýkt í handabaði og naglabönd snyrt, neglur eru þjalaðar og mótaðar. Neglur eru bónþjalaðar og naglabandaolía borin á. Hendur eru skrúbbaðar með kornakrúbb og nuddaðar upp úr nærandi handáburð. Hendurnar eru í lokin settar í paraffín vax sem er einstaklega mýkjandi fyrir húðina og gott fyrir þá sem eru t.d með liðagigt.
Í fótsnyrtingu er byrjað á að mýkja upp fætur í volgu vatni sem jurtasalti hefur verið bætt útí. Síðan eru neglur og naglabönd snyrt ásamt að snyrta sigg á fótum húð. Í lokin er notað kornakrem til að ná fram mýkt húðar og gefið notalegt fótanudd. Neglur lakkaðar í lokin. Lakkið sem notað er í meðferðinni fylgir frítt með.

(Viðtakandi mun fá bréfið/kortið sent á valdri dagsetningu)

Stafir: (0/300)

Tölvupóstur til viðtakanda
Gjafabréfið er sent til viðtakanda sem PDF skjal í tölvupósti, á þeirri dagsetningu sem þú valdir að ofan.
Þú prentar og gefur til viðtakanda
Þegar þú ert búinn að ganga frá greiðslu, er gjafabréfið sent til þín sem PDF skjal í tölvupósti og þú getur þá prentað út gjafabréfið.


Forskoða